Spegillinn

Spegillinn

Ísland er ekki eina ríkið í Evrópu þar sem ætlunin er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um tengsl við Evrópusambandið á næstu árum . Það sama mun gerast í Sviss - mögulega um svipað leyti og hér á landi - eftir að stjórnvöld þar samþykktu nýjan heildarsamning um samskipti og viðskipti Sviss og Evrópusambandsins. Ekki eru allar kenningar um upptök eldana í Los Angeles jafn vel rökstuddar og á samfélagsmiðlum hefur fjöldi samsæriskenninga þar að lútandi litið dagsins ljós. Ein sú útbreiddasta, er kenningin um að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi, ekki af einhverjum brennuvörgum úti í bæ, heldur nafnlausum aðilum á vegum hersins, leyniþjónustustofnana eða annarra leynilegra stofnana ríkisvaldsins eða djúpríkisins svonefnda. Og það eru fleiri umdeildar framkvæmdir sem koma til kasta dómstóla en Hvammsvirkjun - til að mynda Suðurnesjalína 2, hið eilífa þrætuepli.

Sviss tekur líka afstöðu til ESB og samsæriskenningar um skógareldaHlustað

17. jan 2025