8. desember 2023
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins gagnrýnir harðlega framferði Ísraelshers á Gaza. Sprengjuherferðin sé orðin með hinum umfangsmestu í sögunni og eyðileggingin í borgum á svæðinu sambærileg ef ekki meiri en í Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Bandaríkjamenn ætla ekki að styðja það. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Ísland er eina Norðurlandaþjóðin án opinberrar stefnu í málefnum fanga og fangelsa. Slík srefna er forsenda raunverulegra og nauðsylegra umbóta í málaflokknum, segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Meðal aðgerða sem grípa þarf til svo landsbyggðin verði aðlaðandi fyrir ungt fólk er að bæta almenningssamgöngur og húsnæðismál og auka tækifæri til menntunar í samræmi við atvinnulíf. Þetta er mat Norræna ungmennaráðsins. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Selmu Dís Hauksdóttur sem á sæti í ráðinu.
Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknuimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Ástandið á Gaza, Fangelsismál í ólestri, Norræna ungmennaráðið