Spegillinn

Spegillinn

Ný gögn varpa ljósi á að það var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sem tók ákvörðun um að stöðva brottflutning hins tólf ára gamla Yazans Tamimi í síðasta mánuði, innan við klukkustund áður en til famkvæmdar brottvísunarinnar kom. Þáverandi formaður Vinstri grænna hafði þá verið í beinum samskiptum við hvorutveggja forsætisráðherra og ríkislögreglustjóra um málið. Freyr Gígja Gunnarsson kafar ofan í þessi og önnur samskipti ráðafólks í aðdraganda þessarar ákvörðunar. Ægiöflugur fellibylur, Milton, er þegar farinn að láta til sín taka við strendur Flórída, innan við tveimur vikum eftir að mannskæður fellibylurinn Helena herjaði á Flórída og fleiri ríki á austurströnd Bandaríkjanna og kostaði minnst 225 manneskjur lífið. Veðurfræðingar vara við því að Milton verði jafnvel enn skæðari, Talið er að ofsaveðrið muni skella á Tampa kvöld og að vindhraði verið allt að 270 kílómetrar á klukkustund, eða 75 metrar á sekúndu þegar verst lætur. Þá er spáð allt að fjögurra og hálfs metra metra háum sjávarflóðum á vesturströnd ríkisins og líka á norðausturströndinni, og þessi flóð eru talin jafnvel enn hættulegri en veðurofsinn sjálfur. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Einar Sveinbjörnsson um þennan óvenjulega fellibyl, sem óx upp í 5 stigs byl á einum sólarhring. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Afskipti ráðamanna af máli Yazans Tamimi og fellibylurinn MiltonHlustað

09. okt 2024