Höfuðkúpubrot sem fundust í Ráðherrabústaðnum í september eru af líklega af danskri konu sem ekki virðist eiga afkomendur og skyldmenni hér á landi. Erfðaefni úr íslenskum karlmanni eða karlmönnum fundust líka á höfuðkúpubeinunum.
Yfir 80 þúsund manns voru á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í Dubai, tvöfalt fleiri en í Eygptalandi í fyrra. Margir furða sig á umfanginu. Theódóra Matthíasdóttirsérfræðingur á sviði loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, var í þeim hópi. Hún segir að margt til í þessari gagnrýni en að stórviðburðir eins og COP hafi líka sína kosti.
Hvað gerist hjá Embætti ríkislögreglustjóra upp á Íslandi þegar menn eru gripnir í nágrannaríki, Danmörku, grunaðir um að ætla að fremja hryðjuverk. Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir að verið sé að greina gögn sem þau fengu send frá grannríkjum en ekkert bendi til þess að það séu tengsl við Ísland. Hann bendir þó að tveir úr hópi grunaðra gangi lausir og það sé alltaf möguleiki á að fólk reyni að komast á milli landa.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.
Dönsk höfuðkúpa, 80 þúsund á COP, ríkislögreglustjóri fylgist með