Spegillinn

Spegillinn

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar kom saman á dögunum til æfingar. Búið var til raunhæft verkefni fyrir embættismenn borgarinnar til að æfa, kvikuhlaup og eldgos í nágrenni borgarinnar, þannig að rýma þurfti heimili 6000 manna í efri byggðum. Ragnhildur Thorlacius forvitnaðist um æfinguna, sem er innblásin af veruleika Grindvíkinga. Forsvarsmenn Neyðarlínunnar telja TETRA-talstöðvakerfið, sem viðbragðsaðilar við Eyjafjörð misstu samband við á dögunum, vera örugga fjarskiptaleið. Þeir stefna þó að úrbótum til að reyna að tryggja stöðugri tengingar. Ólöf Erlendsdóttir Tom Hagen hefur ekki lengur stöðu sakbornings, sagði Vibeke Schøyen, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar í Austur-Noregi á fréttafundi í morgun, nær sex árum eftir að rannsókn á hvarfi konu Hagens hófst. Eftir umfangsmikla rannsókn, sagði Schøyen, er ekkert sem sannar að hann eigi þátt í hvarfi eiginkonu sinnar frá heimili þeirra hjóna 31. október 2018. Ævar Örn Jósepsson fjallar um málið.

Æfing hjá neyðarstjórn, tetrakerfið og Tom HagenHlustað

18. okt 2024