22. desember 2023
Það er ekki ódýrt að kaupa í matinn á Íslandi og sjaldan dýrara en í aðdraganda jóla. Verðlagseftirlit ASÍ fylgist grannt með verðlagningu helstu matvöruverslana allan ársins hring, eg gerir líka sérstaka jólakörfuverðkönnun í desember ár hvert, þar sem sérvaldar og jólalegar vörur eru tíndar saman. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Benjamín Julian, sviðsstjóra verðlagseftirlits ASÍ, um jólaverðið, verðlagskannanir og nýtt verðkönnunar-app fyrir neytendur, sem gerir fólki mögulegt að gera verðsamanburð á milli verslana án þess að flækjast á milli þeirra.
Google svipti nýverið hulunni af nýju gervigreindarlíkani. Það ber nafnið Gemini og er í þremur útgáfum, en sú öflugasta verður ekki gefin út fyrr en á næsta ári. Að sögn framleiðanda er það fært um að sýna framsækna rökhugsun.Valgerður Gréta Gröndal segir frá.
Grýla hét tröllkerling leið og ljót, segir í kvæðinu, en hvað er svo sem að marka það sem mennirnir segja um skessur og tröll? Það er altént ljóst að töllkörlum hefur hvorki þótt hún leið né ljót því hún á hátt í tvö hundruð afkvæmi með minnst fjórum körlum. Jórunn Sigurðardóttir þylur nöfn þeirra (flestra) í einni jólalegri runu.