Spekingar Spjalla

Spekingar Spjalla

Þau eru ekki mörg brúttótonnin á skipi Spekinga þessa vikuna heldur er um að ræða árarbát. Vandræði í einkalífinu leiddu til þess að 3/4 hluti meðlima Spekinga neyddust til að hverfa af landi brott á meðan hlutirnir kólna. Örvæntið ei, skipstjórinn flýr ekki skip sitt og stýrir skútunni einn síns liðs, kaldur og hrakinn en með bros á vör.  Í Skipsbók voru skráð eftirfarandi dagsverk: 1. Rakin var ástæða þess að Matti hleypur heilt maraþon í ár. 2. Símtólið rifið upp og símasamband á Ítalíu kannað. 3. Dregnar í land gamlar klippur úr þætti Spekinga með stjörnu Íslands, Sigga Gunnars. 4. Gert að og flökuð gömul klippa úr þætti Spekinga með Valla Sport. 5. Kári Stef fer með hinstu orð (þáttarins, Kári er sprell). Fleiri voru dagsverkin ekki. Áhafn (áhöfn í eintölu) fór í koju. Ritað í Kollafirði hinn 2. mars 2023. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

204. Matti undirbýr maraþon, símtal til Ítalíu og ódauðlegar klippur úr smiðju SpekingaHlustað

02. mar 2023