Spursmál

Spursmál

Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, lög­fræðing­ur og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, mæt­ir í þáttinn ásamt Arn­ari Sig­urðssyni eig­anda San­te þar sem þau tak­ast á um nú­gild­andi áfeng­is­lög. Málaflokkurinn hefur verið í kastljósi eft­ir að ÁTVR höfðaði mál gegn smá­sölu áfeng­is á net­inu sem síðar var vísað frá. Til að fara yfir það sem helst dró til tíðinda í vik­unni sem senn er á enda mæta þau Jón Axel Ólafs­son, út­varps- og at­hafnamaður, og Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir, dag­skrár­stjóri Rás­ar 1, í settið þar sem fyrstu for­se­takapp­ræður Don­alds Trump og Joes Biden ber á góma.

#30. - Eldfim áfengisumræða og hrakval í USAHlustað

28. jún 2024