Undanfarið hefur framboð Arnars vakið mikið umtal. Einna helst eftir að Arnar Þór kærði Halldór Baldursson skopteiknara til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands á dögunum.
Þá hafa hugsjónir Arnars og andóf hans á ríkjandi stjórnarfari og forræðishyggju ríkisvaldsins einnig verið í umræðunni síðastliðna daga. Hefur hann hlotið þó nokkra gagnrýni vegna afstöðu sinnar til þungunarrofs og bólusetninga en Arnar Þór gefur sig út fyrir að vera mikill talsmaður fyrir frelsi einstaklingsins.