Spursmál

Spursmál

Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi ráðherra, mætir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra og vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, í póli­tísku ein­vígi í nýj­asta þætti Spurs­mála. Er þetta í fyrsta sinn sem þau Jón og Þór­dís mæt­ast eft­ir að hún til­kynnti um fram­boð sitt en bæði ætla þau sér annað sætið á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Krag­an­um. Til að ræða helstu frétt­ir vik­unn­ar og nýj­ustu vend­ing­ar á vett­vangi stjórn­mál­anna mæta þau Stefán Páls­son, sagn­fræðing­ur og vara­borg­ar­full­trúi Vinstri Grænna, og Sonja Lind Estrajher Eygló­ar­dótt­ir, aðstoðarmaður heil­brigðisráðherra, í settið. Þá fer Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, yfir nýj­ustu töl­ur í skoðana­könn­un Pró­sents sem benda til mik­ill­ar fylg­is­breyt­ing­ar eft­ir að upp úr rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu flosnaði síðustu helgi.

#40. - Uppgjör í kraganum, ný könnun og Trump á siglinguHlustað

18. okt 2024