Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins situr fyrir svörum. Fylgi Miðflokksins hefur sjaldan eða aldrei mælst hærra en nýlegar skoðanakannanir gefa sterklega til kynna að fylgi flokksins fari nú með himinskautum en enn er óvíst hvenær til kosninga kemur. Að svo stöddu virðist svo vera að úthald ríkisstjórnarinnar sé sleitulaust þrátt fyrir að gustað hafi um ríkisstjórnarsamstarfið á kjörtímabilinu.
Foringjar stjórnmálaflokkanna hafa nú tekið sér stöðu á vettvangi stjórnmálanna. Enda ekki seinna vænna því innan árs munu landsmenn ganga að kjörborðinu á nýjan leik og velja sér nýja forystu sem kann að hugnast landanum betur.
Lagðar verða ýmsar spurningar fyrir Sigmund Davíð um stjórnarsamstarfið og hvers sé að vænta í pólitíkinni á komandi misserum.
Fjörleg yfirferð á fréttum vikunnar
Margt hefur dregið til tíðinda í vikunni. Verður það í höndum þeirra Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Jón Gunnarssonar, þingismanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, að fara yfir helstu fréttir í líðandi viku. Búast má við að mikið fjör færist í leikana þegar þessi tvö mæta í settið og rýna helstu fréttir með sínum eigin skoðanagleraugum.
#36. - Rugby-rimma, remúlaðislys og umdeildur kjörþokki