Ákvörðun Lilju Daggar Alfreðsdóttur um að hækka fjárframlög til listamannalauna hefur hlotið talsverða gagnrýni undanfarið. Hefur því verið haldið fram að fremur frjálslega sé farið með almannafé í því tilliti og ákvörðunin ekki í takti við rétta forgangsröðun fjárheimilda.
Í þættinum verður margt fleira til umræðu og verður ráðherra gert að svara krefjandi spurningum um stöðu ferðaþjónustunnar, listamannalaunin, ríkisfjármálin, íslenska tungu og annað sem tengist störfum hennar sem ráðherra.
Þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mæta í settið til að fara yfir það helsta sem þótti draga til tíðinda í líðandi viku.