Spursmál

Spursmál

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sit­ur fyr­ir svör­um í leiðtoga­spjalli und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Spurs­mál­um. Fylgi ­flokks­ins hef­ur verið að mæl­ast við frost­mark í skoðana­könn­un­um und­an­farið. Sam­kvæmt töl­um frá liðinni viku er alls kost­ar óvíst hvort Fram­sókn komi til með að ná manni inn á þing. Í þætt­in­um svar­ar Sig­urður Ingi fyr­ir fylgið sem er í sögu­legu lág­marki sem stend­ur og verður hann meðal ann­ars spurður út í hvaða brögðum hann ætli að beita til að reisa fylgi flokks­ins við í yf­ir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu. Auk Sig­urðar Inga mæta þau Orri Páll Jó­hanns­son, þingmaður Vinstri grænna, og Nanna Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir, sem sit­ur í 2. sæti á lista Miðflokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi, í settið til að kryfja helstu frétt­ir í líðandi viku. Að vanda fær­ir Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, fregn­ir af sjóðheit­um töl­um úr skoðana­könn­un Pró­sents í þætti dags­ins. Þar rýn­ir hann og ræðir stöðuna á hinu póli­tíska sviði ásamt Stefáni Ein­ari þar sem ljóst er að Sam­fylk­ing­in lækk­ar nú flugið.   

#50. - Lífróður Sigurðar Inga og gerbreytt landslag blasir viðHlustað

22. nóv 2024