Öll spjót standa á Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar en flokkur hennar mælist enn sem fyrr stærstur í öllum skoðanakönnunum.
Kristrún mætir nú í Spursmál og svarar fyrir stefnu flokksins, sem þessar kannanir benda til að muni hljóta framgang að loknum kosningum. Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er hvaða skatta? Hverju eiga auðlindagjöld að skila og hvernig lýsir Kristrún hinu svokallaða ehf.-gati sem Samfylkingunni er tíðrætt um.
Þá mæta þau Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og Þórður Snær Júlíusson blaðamaður. Hún býður sig fram fyrir hönd Framsóknarflokksins og vermir 3. sætið í Suðvesturkjördæmi. Þórður Snær er í Samfylkingunni og situr í 3. sætinu í Reykjavík norður.
Þau fara yfir fréttir vikunnar, m.a. vendingar tengdar Jóni Gunnarssyni og njósnum sem sonur hans hefur orðið fyrir.
Sneisafullur þáttur af spennandi umræðu um stjórnmál dagsins og kosningarnar 30. nóvember næstkomandi.
#47. - Stóra plan Kristrúnar og fornleifar í stjórnmálunum