Bjarni Benediktsson nýskipaður forsætisræðherra fer yfir málin með Stefáni Einari. Til umræðu er ríkisstjórnarsamstarfið, ríkisfjármálin, nýkjörinn forseti, hvalveiðar og hælisleitendamál svo eitthvað sé nefnt.
Stór mál hafa beðið afgreiðslu í þinginu undanfarið en ný yfirstaðnar forsetakosningar höfðu áhrif á störf þingmanna og ríkisstjórnar sem nú er sögð hanga á bláþræði eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur.
Auk hans koma þau Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra og Sandra Hlíf Ocares varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fara yfir það sem komst í hámæli í vikunni.