Bjarni Benediktsson er gestur Stefáns í þetta skiptið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur flökkt talsvert síðustu vikur en flokknum hefur reynst erfitt að halda í þann árangur sem kom fram í könnunum í kjölfar þess að stjórninni var slitið.
Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu fer yfir nýja könnun á fylgi flokka.
Þá mæta tveir fréttamenn RÚV í settið til Stefáns Einars og ræða fréttir vikunnar, bæði innlendar og erlendar. Það eru þau Oddur Þórðarson og Urður Örlygsdóttir.
Sneisafullur þáttur af áhugaverðum fréttum og lifandi umræðu um mikilvægustu málefni landsins.