Spursmál

Spursmál

Hvaða áhrif hef­ur það á leik­skóla­kerfið í heild ef lyfjaris­inn Al­votech stofn­ar leik­skóla? Krist­ín Dýr­fjörð, dós­ent í leik­skóla­fræðum var­ar við en Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, lög­fræðing­ur, fagn­ar þró­un­inni. Á vett­vangi Spurs­mála tak­ast þær Krist­ín og Heiðrún Lind á um það hvort rétt sé að heim­ila einka­fyr­ir­tækj­um að byggja upp leik­skóla sem ætlað sé að sinna þjón­ustu við börn starfs­manna. Al­votech hef­ur hafið und­ir­bún­ing að slík­um skóla í sam­starfi við fast­eigna­fé­lagið Heima. Önnur fyr­ir­tæki, á borð við Ari­on banka, skoða aðrar leiðir sem miðað að sama marki. Í fyrri hluta þátt­ar­ins mæta til leiks þeir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar og Aðal­geir Ásvalds­son, fram­kvæmda­stjóri SVEIT. Þeir ræða frétt­ir vik­unn­ar, meðal ann­ars þann storm sem geisað hef­ur milli SVEIT og Efl­ing­ar vegna nýs kjara­samn­ings við stétt­ar­fé­lagið Virðingu. Þá blandaði Jó­hann­es Þór sér í umræðuna um hat­ursorðræðu og for­dóma gagn­vart trans­fólki í kjöl­far þess að Snorri Más­son, ný­kjör­inn þingmaður Miðflokks­ins tók upp hansk­ann fyr­ir Eld Smára Krist­ins­son, fyrr­um fram­bjóðanda Lýðræðis­flokks­ins, sem haldið hef­ur uppi sjón­ar­miðum um trans­fólk sem eru Sam­tök­un­um 78 mjög á móti skapi.

#56. - Er lyfjarisi að gleypa leikskóla? Hækka skattar?Hlustað

20. des 2024