Spursmál

Spursmál

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum vikunnar. Þar ræðir hún útlendingamálin, ríkisstjórnarsamstarfið og möguleg stjórnarmynstur í náinni framtíð. Þorgerður hefur bent á að margt megi betur fara í málaflokki innflytjenda og flóttafólks en varasamt sé þó að gera útlendingamálin að kosningamáli. Í þættinum verða fréttir vikunnar að stórum hluta tileinkaðar 35 ára afmæli bjórsins. Arnar Sigurðsson, eigandi vínverslunarinnar Santé, mætir í settið ásamt bjórsérfræðingnum Kjartani Vídó Ólafssyni, markaðsstjóra HSÍ og bruggmeistara hjá The Brothers Brewery, til að ræða sögu bjórsins og rýna helstu fréttamál liðinnar viku.

#14. – Íslenskt ölæði og framtíðar stjórnarmynsturHlustað

02. mar 2024