Spursmál

Spursmál

Arn­ar Þór Jóns­son, er formaður hins nýja Lýðræðis­flokks. Hann vill fá umboð til þess að um­bylta pen­inga­markaðnum á Íslandi, taka á djúpríkinu og í viðtalinu kynn­ir hann leiðir til þess að draga úr verðbólgu. Auk hans eru þær mætt­ar í Há­deg­is­mó­ana, þing­kon­urn­ar Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir og Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir. Flokk­ur Þór­unn­ar er á mik­illi sigl­ingu og mæl­ist trekk í trekk með 24% fylgi eða meira. Á sama tíma er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, flokk­ur Rann­veig­ar, í kröpp­um dansi og í sum­um könn­un­um virðist hann á barmi þess að falla út af þingi. Það eru mik­il tíðindi fyr­ir elsta stjórn­mála­flokka lands­ins. Þær stöll­ur ræða stöðuna í stjórn­mál­un­um heima og Þór­unn fer meðal ann­ars yfir ný­lega uppá­komu þar sem Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, talaði niður til Dags B. Eggerts­son­ar í tölvu­póst­sam­skipt­um við kjós­anda.

#43. - Djúpríkið í klandri, vaxtaþak á bankana og vika í uppgjör í USAHlustað

29. okt 2024