Spursmál

Spursmál

Svandís Svavarsdóttir formaður VG mætir Stefáni Einari í hressilegu spjalli um pólitíkina. Í skoðana­könn­un Pró­sents í liðinni viku mæld­ist flokk­ur Svandís­ar, Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð, með sögu­lega lágt fylgi. Svo virðist sem brott­hvarf Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur sé að draga dilk á eft­ir sér og hafi áhrif á fylgi flokks­ins í þeirri kosn­inga­bar­áttu sem nú stend­ur yfir. Svandís hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokks­ins um land allt ásamt sínu fólki og verður spenn­andi að fylgj­ast með hvernig til tekst. Auk hennar mæta þeir Gunn­ar Úlfars­son, hag­fræðing­ur Viðskiptaráðs og Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar í settið og rýna helstu frétt­ir vik­unn­ar þar sem mest hef­ur farið fyr­ir stjórn­mál­un­um.  Þá fer Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, yfir nýj­ustu töl­ur úr könn­un Pró­sents í þætt­in­um sem snerta á fylgi flokk­anna og þykja nýj­ustu töl­ur tíðind­um sækja. 

#44. - Nauðvörn Svandísar, skattaparadísin og Viðreisn á flugiHlustað

01. nóv 2024