Svandís Svavarsdóttir formaður VG mætir Stefáni Einari í hressilegu spjalli um pólitíkina. Í skoðanakönnun Prósents í liðinni viku mældist flokkur Svandísar, Vinstrihreyfingin grænt framboð, með sögulega lágt fylgi. Svo virðist sem brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sé að draga dilk á eftir sér og hafi áhrif á fylgi flokksins í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Svandís hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokksins um land allt ásamt sínu fólki og verður spennandi að fylgjast með hvernig til tekst.
Auk hennar mæta þeir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í settið og rýna helstu fréttir vikunnar þar sem mest hefur farið fyrir stjórnmálunum.
Þá fer Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, yfir nýjustu tölur úr könnun Prósents í þættinum sem snerta á fylgi flokkanna og þykja nýjustu tölur tíðindum sækja.
#44. - Nauðvörn Svandísar, skattaparadísin og Viðreisn á flugi