Lumar einhver flokkanna tíu sem bjóða fram á landsvísu á leynivopni sem dregið verður fram þegar fjórir dagar eru eftir af kosningabaráttunni?
Flokkarnir keppast nú, hver um annan þveran, við að hala inn síðustu atkvæði þeirra sem ekki hafa gert upp hug sinn.
Framsókn, Píratar, Sósíalistar og VG eru allt flokkar sem eiga það á hættu annað hvort að þurrkast út af þingi eða ná ekki inn.
Þrír flokkar virðast berjast um sigurlaunin og þar virðast Samfylking og Viðreisn líklegri en Sjálfstæðisflokkurinn. Fylgi Flokks fólksins hefur verið á uppleið á meðan Miðflokkurinn hefur spilað varnarsinnaðri bolta síðustu vikurnar.
Til að ræða þetta í Spursmálum mæta þau til leiks, Auður Albertsdóttir, ráðgjafi hjá Strik Studio, Bergur Ebbi, rithöfundur, fyrirlesari og framtíðarfræðingur, og Andreas Örn Aðalsteinsson, yfirmaður stafrænna lausna hjá Sahara.
Fylgist með spennandi umræðu um stjórnmálaflokkana og þær auglýsingaherferðir sem þeir hafa lagt út í til þess að vinna hylli kjósenda.
#51. - Lagt á borð fyrir kosningar: jólapeysur, traktorapælingar og kattliðugir stjórnmálamenn