Spursmál

Spursmál

Hátt í þrjú hundruð manns mættu á kosn­inga­upp­gjör Spurs­mála sem efnt var til á Reykja­vik Hilt­on Nordica tæp­um sól­ar­hring eft­ir að kjör­stöðum lokaði hring­inn í kring­um landið. Þótti við hæfi að ljúka um­fjöll­un um kosn­inga­bar­átt­una með þess­um hætti þar sem Spurs­mál hafa reynst einn virk­asti og spennuþrungn­asti vett­vang­ur bar­átt­unn­ar allt frá því að Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra sleit rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og VG um miðjan októ­ber. Fyrst kom á svæðið Inga Sæ­land sem vann sterk­an sig­ur með Flokki fólks­ins en flest bend­ir til þess að hún verði við samn­inga­borðið í fyrstu lotu viðræðna um stjórn­ar­mynd­un frá miðju og til vinstri. Með henni í sóf­ann mætti Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu en hann rýndi sér­stak­lega í þær töl­ur sem blöstu við að lok­inni taln­ingu. Að því spjalli loknu mættu þau Snorri Más­son, nýbakaður þingmaður Miðflokks­ins og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar. Hún er af mörg­um tal­in lík­leg­ust til þess að hreppa sig­ur­sveig­inn, þ.e. embætti for­sæt­is­ráðherra enda er ljóst að flokk­ur henn­ar get­ur næsta auðveld­lega hallað sér til hægri jafnt sem vinstri í ljósi niður­stöðu kosn­ing­anna. Að lok­um fékk Stefán Ein­ar til skrafs og ráðagerða þá Gísla Frey Val­dórs­son, rit­stjóra Þjóðmála og Vil­hjálm Birg­is­son, formann Starfs­greina­sam­bands­ins. Hafði Vil­hjálm­ur sér­stak­lega á orði að þeir flokk­ar sem hefðu bar­ist hvað hat­ramm­ast gegn hval­veiðum væru nú dottn­ir út af þingi og fagnaði hann því ein­arðlega. Seg­ir hann næstu stjórn eiga að snú­ast um verðmæta­sköp­un sem nýt­ast megi þjóðinni allri. Gísli Freyr ræddi stöðuna út frá öðrum sjón­ar­horn­um en sagði meðal ann­ars að Vinstri græn­um hefði ekki verið hafnað vegna stjórn­ar­sam­starfs­ins sem nú er á enda runnið, held­ur vegna þeirr­ar stefnu sem þeir hafa talað fyr­ir af mik­illi ein­urð.

#. 53 - Kosningauppgjör með áhorfendum og ný stjórnarmynstur mátuðHlustað

02. des 2024