Leiðtogaviðtölin halda áfram og að þessu sinni er gestur Spursmála Lenya Rún Taha Karim, sem vann frækinn sigur í prófkjöri Pírata í Reykjavík þar sem hún skaut reynslumiklum sitjandi þingmönnum aftur fyrir sig.
Í viðtalinu er rætt við Lenyu um stefnu Pírata í málum sem tengjast heilbrigðisþjónustu, skattheimtu, stöðu útlendinga og hælisleitenda og margt fleira.
Áður en að því kemur mæta þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins og Brynjar Níelsson, fyrrum alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á vettvang og ræða stöðuna í stjórnmálunum og glóðheitar tölur úr nýjustu könnun Prósents. Það er könnun sem unnin er fyrir Morgunblaðið og mbl.is.
#42. - Píratar sýna á spilin og hrókeringar á hægri vængnum