Dagur B. Eggertsson hefur setið undir töluverðri gagnrýni að undanförnu fyrir embættisfærslur í borgarstjóratíð sinni.
Því hefur verið haldið fram að Reykjavíkurborg hafi veitt olíufélögum undanþágur á gjöldum sem nema milljörðum króna með því að komast hjá að greiða innviðagjöld né byggingaréttargjöld á reitum sem þau hyggjast byggja á.
Stefán Einar knýr á svör um þetta og fleira í þættinum og þá mun Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra fara yfir landslagið í pólitíkinni bæði hér heima og erlendis.