Leiðtogar stjórnmálaflokkanna mættust í kappræðum í beinni útsendingu í Hádegismóum.
Tekist er á um stóru málefnin þar sem frambjóðendum er gefinn kostur á að gera grein fyrir áherslumálum flokka sinna og freista þess að afla sér aukins fylgis í aðdraganda kosninga á laugardag.
Niðurstöður nýrrar könnunar Prósents fyrir Morgunblaðið og mbl.is voru kynntar í upphafi þáttar. Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson stýrðu kappræðunum, sem skipt var í tvær umferðir.