Sara Odds markþjálfi og ráðgjafi er viðmælandi í okkar í þessu podcasti.Sara hefur sjálf orðið fyrir áföllum en hún lenti hún í bílslysi fyrir fjórum árum þar sem sonur hennar slasaðist mikið. Þar sem aðeins ein mínúta hafi skilið á milli þess að hún hafi verið að skoða bikinimyndir í bílnum með bróður sínum og syni, þar sem hún var á leið til Tælands daginn eftir, en mínútu seinna hafi hún horft á barnið sitt stórslasað, í óvissu hvort það myndi komast af. Segir lífið sé hverfult og maður skuli aldrei taka því sem sjálfsögðu. Og hefur sjálf orðið fyrir bæði andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Í viðtalinu ræðir hún mikilvægi þess að vinna úr erfiðum lífsreynslum. Hún segir meðvirkni vera helstu plágu samfélagsins. Segir meðvirkni rót helstu vandamála sem samfélag okkar glímir við í dag og að ofbeldi sé oftast aðeins ein birtingarmynd þess. Og að samanburður sé algert eitur. Að við munum aldrei ná þroska sem samfélag fyrr en við áttum okkur á því að við erum öll í sama liðinu, karlar og konur. Það er engin keppni í gangi, það hjálpi því engum að benda á einhvern annan í liðinu því það er aðeins eitt lið. Við erum öll í sama liðinu. Vandamálin séu vissulega mörg og ef við ætlum okkur að leysa þau, þá gerist það aðeins í sameiningu, við þurfum að eiga þetta samtal. Við spjöllum um nýju Metoo bylgjuna og segir Sara að við þurfum að mæta öllum í kærleika og auðmýkt, bæði þolendum og gerendum. Samfélagið okkar sé gallað, að vissulega þurfi að gera betur í réttarkerfinu og í þjónustu við þolendur en líka gerendur. En vandamálið sé rótgróið samfélagsmein og verði ekki lagað fyrr en við kennum börnunum okkar að setja og virða heilbrigð mörk, sín og annarra. Að það gerist ekki með því að benda á einhverja einstaklinga í samfélaginu heldur þurfi það að gerast í skólakerfinu, á vinnustað, á íþróttaæfingum og heima hjá okkur. Fyrirmyndirnar þurfa að eiga þetta samtal, það þýðir við öll. Við þurfum að læra heilbrigð samskipti, læra að skilja tilfinningar okkar og langanir, og síðast en ekki síst að tjá þær. Heilbrigð samskipti eru forsendur heilbrigðs samfélags.