Þátturinn er í boði Quest Portal og Malbygg
Eiga spil að vera auðskiljanleg og létt svo hægt sé að setjast niður um leið og hefja leika, eða er betra að þau séu margslungið völundarhús af möguleikum þar sem hægt er að sökkva sér í hafdýpi af valkostum?
Í þessum þætti ræða Svörtu tungurnar um flækjustig spunaspila. Hversu þykk á reglubókin að vera? Eiga reglur spilsins að rúmast á einni blaðsíðu eða er betra að hafa fjöldan allan af bókum og regluverki til að sökkva tönnunum í? Og er Super Mario Bros mögulega stórkostlegasta póst-móderníska listaverk allra tíma?
Endilega takið þátt í umræðum og segið ykkar skoðun í hópnum okkar á Facebook:
www.facebook.com/groups/svortutungurnar
– Mættir eru: Björn, Hilmir og Hjörtur
– Tónlist: Confusion
– Flytjandi: Scorching Ray Taylor