Taktíkin

Taktíkin

Taktíkin fagnar 100 þáttum!  ATH í seinni hluta þáttar verður farið yfir vel valdar íþróttafréttaljósmyndir sem Skapti hefur tekið á ferlinum. Þær má sjá með að horfa á þáttinn á N4.is, Facebooksíðum - N4 Sjónvarp og Taktíkin og Youtube.  Skapti Hallgrímsson, fjölmiðlamaðurinn og ljósmyndarinn margreyndi mætti í settið til Skúla Geirdal í þætti númer 100! „Þetta var nú ein af þessum tilviljunum lífsins bara. Sextán ára erum við ráðnir tveir æskufélagar til þess að skrifa um íþróttir fyrir Moggann á Akureyri sem eftir á að hyggja er frekar ótrúlegt.“ Ferill Skapta í fjölmiðlum og íþróttafréttum ásamt gullkistu af mögnuðum íþróttaljósmyndum sem hann hefur tekið í gegnum árin. „Ég ríf upp græjurnar og var sem betur fer með mjög langa og flotta linsu. Smellti af nokkrum sinnum og svo var augnablikið farið. Ódauðlegt augnablik! Þessi mynd birtist síðan stór í Mogganum daginn eftir. Mér þykir mjög vænt um hana. Alveg frábær mynd.“

#100 Skapti Hallgrímsson - Íþróttafréttir og ljósmyndirHlustað

22. des 2020