Taktíkin

Taktíkin

Anna Soffía Víkingsdóttir, sigursælasta júdókona íslands er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni. Hér ræða þau upplifun kvenna af afreksíþróttaumhverfi og mikilvægi íþrótta bæði andlega og líkamlega fyrir lífið sjálft. „Ég man alltaf eftir þessu mómenti þegar að ég ákvað að taka náminu alvarlega. Þá var ég ný búin að slíta öxlina á mér og læknirinn sagði að ég þyrfti að hætta að æfa júdó. Ég var þarna 25 ára og upplifði að ég ætti fullt eftir. Mitt einkenni var íþróttin mín sem var búin að gleypa mig það mikið að mér fannst eins og ég gæti ekki gert neitt annað. Þrátt fyrir að ég hafi ekki hætt þá kom þarna þetta móment þar sem ég fór að hugsa um hvað myndi gerast ef ég þyrfti að hætta. Ferillinn endar á einhverjum tímapunkti og þá verður maður að finna sér eitthvað annað.“

#95 Anna Soffía Víkingdsdóttir - Júdókona og félagsfræðingurHlustað

17. nóv 2020