Knattspyrnulið Tindastóls í fyrsta skipti í úrvalsdeild 2021
Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu hefur tryggt sér efsta sæti Lengjudeildarinnar í ár, og þar með langþráð sæti meðal þeirra bestu í úrvalsdeild á næsta tímabili. Það verður í fyrsta skipti í sögu félagsins sem meistaraflokkur Tindastóls spilar í efstu deild, bæði karla og kvenna.
Innilega til hamingju með árangurinn!
Bryndís Rur Haraldsdóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Tindastóli var gestur Skúla B. Geirdal í gærkvöldi. Þar fóru þau yfir tímabilið, markmiðin, liðsheildina og samfélagið á Króknum. Ásamt því ræddu þau ferilinn hennar Bryndísar, áhugann á íþróttinni og andlegu hliðina. Íþróttir eru nefnilega meira en bara úrslit og mörk!