Taktíkin

Taktíkin

Björk Óðinsdóttir og Blaine McConnell eru gestir Skúla B. Geirdal að þessu sinni en þau eru að opna nýja æfingastöð á Akureyri sem nefnist Norður, ásamt Helgu Sigrúnu og Erlingi Óðingssyni. Blaine er með yfir 10 ára reynslu af þjálfun, bæði sem hóp/einkaþjálfari og kemur því með miklu reynslu inn í þjálfunina. Hann hefur verið íþróttamaður frá unga aldri, verið í amerískum fótbolta, keppt á Crossfit Games og í dag er hann í bandaríska landsliðinu í Bobsleða. Björk á langan íþróttaferli að baki í fimleikum, ólympískum lyftingum og Crossfit. Keppt fyrir Íslandshönd á stórmótum um allan heim og þar á meðal unnið tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á Evrópuleikum, einnig keppt tvisvar á heimsleikum í Crossfit.

#78 Blaine McConnell og Björk Óðinsdóttir - NorðurHlustað

25. maí 2020