Taktíkin

Taktíkin

Á meðan sumir finna sig vel í heimaæfingum í samkomubanninu þá eru aðrir sem að eiga erfiðara með að búa sér til rútínu og halda dampi. „Ég vil meina að þú þurfir að hafa plan. Það þýðir ekki að fara stefnulaust í gegnum það sem þú ert að gera. Með plani þá er ég ekkert endilega bara að tala um æfingaplan heldur líka hvað þú ætlar að láta krakkana gera í dag og hvað ætlar þú að gera í dag. Annars er hætt við að það verði laugardagur sjö sinnum í viku.“ Egill Ármann Kristinsson eigandi Training for Warriors á Akureyri var gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Það mikilvægasta á þessum tímum er ekki endilega að hlaupa til og koma sér upp heimalíkamsræktaraðstöðu með öllum græjum heldur passa uppá að finna sér einhversskonar hreyfingu við hæfi á hverjum degi. Í síðara hluta þáttar tóku Egill og Skúli styrktaræfingu í anda Training for Warriors og má finna þá æfingu á Facebooksíðu N4sjonvarp og Taktíkin, heimasíðu N4.is og Youtube.  „Við erum að fara í styrktaræfingu sem er sú æfing sem er hvað mest ýtt til hliðar í þessu ástandi sem nú er. Margir átta sig kannski ekki á því að það er hægt að þjálfa styrk heima án þess að eiga tæki og tól. Við ætlum að fara í gegnum tvo mismunandi hringi þar sem að við erum með þrjár æfingar í einu og fimm endurtekningar. Við hægjum verulega á tempóinu í æfingunum og förum rólega í gegnum hringina. Hvor hringur er settur upp sem 15 mínútna æfing. Þetta er æfing sem að gefur alveg helling, pumpan fer ekkert rosalega hátt upp en við erum að taka vel á vöðvunum.“ Hringur 1 - 15 min 5x armbeygjur 5x hnébeygjur 5x knee grab Hringur 2 - 15 min 5x dýfur/kickback 5x hnébeygju á öðrum fæti (5 á hvorn fót) 5x Split hopp (5 á hvorn fót)

#72 - Heimaæfingar með TFW í samkomubanniHlustað

07. apr 2020