„Að komast á Ólympíuleika getur sem dæmi verið loka markmið hjá mörgum, en það að líða vel, vera hluti af hópi og vera viðurkenndur af þeim hópi, eru líka verðug markmið.“
Íþróttasálfræðiráðgjafinn og íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar Ellert Örn Erlingsson er gestur Skúla B. Geirdal í þessum þætti.
„Markmið með íþróttastarfi barna og unglinga á alltaf að vera að búa til íþróttafólk. Þannig að þegar að þau verða eldri að þau búi þá yfir ákveðinni reynslu, þekkingu, líkamsvitund, séu með sjálfstraust í lagi og viti hvað þau vilji í lífinu.“
Þjálfun á andlegum þáttum í íþróttum - markmiðasetning - liðsheild - gildi íþrótta fyrir samfélagið o.fl.
#86 Ellert Örn Erlingsson - Íþróttasálfræðiráðgjafi og íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar