Hvað tekur við þegar að við lendum í meiðslum?
Sesselja Sigurðardóttir, Sports Therapist er gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Hún æfði sund í mörg ár áður en meiðsli settu strik í reikninginn. Þá tóku við æfingar, keppnir og þjálfun í CrossFit þar sem meiðslin héldu áfram að gera vart við sig.
Henni fannst vanta ákveðin úrræði frá útskrift úr sjúkraþjálfun og þar til hægt væri að æfa aftur af fullum krafti. Nú hefur hún sérhæft sig í einmitt þeim hluta og sjálf náð að endurhæfa sig sjálfa eftir meiðsli með þeim aðferðum.
➡️ Fyrirbyggjandi meðferðir
➡️ Greining og ástandsmat
➡️ Viðeigandi meðferð
➡️ Enduruppbygging og endurhæfing
Hluti af náminu hjá Sesselju fólst í því að vera á hliðarlínunni í kappleik. Hér segir hún okkur frá sinni upplifun af því að hlaupa inná þegar að einhver meiðist