Taktíkin

Taktíkin

Tónlistar- og „altmúligt“ maðurinn Halldór Kristinn Harðarsson „KÁ-AKÁ“ er gestur Skúla Braga Geirdal að þessu sinni. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég sæki í hnefaleika og þessar íþróttir, er til þess að koma mér beint aftur í jafnvægi. Inní hringnum ertu ekkert að hugsa um hvað þú sért að fara að gera á morgun eða hvað þú varst að gera í gær. Þarna er öll athyglin á einstaklingnum sem þú ert að boxa við og þitt markmið er að verða ekki kýldur. Þetta er í raun mitt jóga og ég dett í ákveðið hugarástand.“ Halldór æfir hnefaleika með Hnefaleikafélagi Akureyrar. Hér segir hann okkur hvernig íþróttir hafa hjálpað sér í þeim verkefnum sem hann hefur verið að taka að sér í lífinu. „Það er rosaleg pressa á þér og endalaust verið að segja þér hvernig þú átt að vera inná samfélagsmiðlum og annarsstaðar í samfélaginu. Hvað þú átt að afreka o.s.frv. En ef þú ert stöðugt að þjálfa þig í að takast á við svona aðstæður og reynir að vera sama um hvað fólki finnst um þig og hver þú ert, þá kemstu ekki aðeins lengra, heldur á þér líka eftir að líða betur.“ Halldór tók þá einnig handboltaskónnna aftur fram af hillunni fyrir ekki svo löngu til þess að spila handbolta með Þór. Hann hætti fyrir 5 árum síðan eftir að hafa æft íþróttina í 15 ár. Þór leikur nú á ný undir eign merkjum í handboltanum.  „Það er held ég ein stærsta ástæðan fyrir því að maður ákvað að byrja aftur,“ sagði Halldór

#63 Halldór Kristinn Harðarson „KÁ-AKÁ“ - Hnefaleikar, handbolti og lífiðHlustað

09. des 2019