Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni. Umræðuefnið er gildi íþróttafélaga fyrir samfélagi útfrá hinum ýmsu vinklum. Hafa íþróttafélög áhrif á ferðaþjónustu, rekstur fyrirtækja, verslanna o.fl.? Hvaða máli skiptir forvarnargildi og heilsuefling íþrótta fyrir samfélagið? Hverju skilar uppbygging á íþróttamannvirkjum til baka til samfélagsins og hver ber ábyrgð á þeirri uppbyggingu? Þessum ásamt mörgum öðrum spurningum er varða starf íþróttafélaga verður velt upp í þessum þætti.