Dýrleif Skjóldal, betur þekkt sem Dilla, fór á sína fyrstu sundæfingu fyrir 50 árum síðan og féll algjörlega fyrir greininni.
Hún hefur verið sundþjálfari í vel yfir 20 ár við góðan orðstýr enda fjölgar alltaf hjá henni iðkendum en tímafjöldanum til æfinga fjölgar hinsvegar ekki.
Hún er í dag með 10 á hópa og 10 klst á viku til þess að þjálfa þá og biðlistinn er lengist. Hver hópur hefur því verulega skertan æfingatíma til að vinna með. Æfingatíma sem er með þeim minnsta sem íþróttafélag á Íslandi býr við.
Dýrleif hefur því gripið til þess ráðs að skila inn heiðursviðurkenningu íþróttaráðs sem hún var sæmd fyrir nokkrum árum fyrir sín störf í mótmælaskyni við það ástand sem henni er boðið uppá fyrir sína iðkendur.
„Í mínum augum er staðan svona, foreldrar vilja að fjögurra og fimm ára börn þeirra séu búin að tileinka sér öryggi og hæfileika til að koma sér áfram í sundi áður en þau fara í grunnskóla. Þau sækja það stíft að koma þeim að en Glerárlaug er eina laugin á Akureyri sem hentar til þessa. Akureyrarbær hefur ekki sýnt neinn vilja til þess að koma á móts við þá kröfu,“ segir Dýrleif Skjóldal