Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþróttakona frá Tjarnarlandi í Ljósavatnsskarði hefur verið í fremstu röð í frjálsum íþróttum á Íslandi um ára bil. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og hún þurft að yfirstíga margar hindranir til þess að komast á þann stað sem hún er á í dag.
-> Erfitt að vera ein af landsbyggðunum í landsliðinu
-> Gullverðlaun og mótsmet á Smáþjóðleikum með rifin liðþófa
-> Íslandsmeistari 7 mánuðum eftir barnsburð
-> Keppti á EM innanhúss 17 mánuðum eftir barnsburð
-> Skortur á viðunandi aðstöðu í frjálsum íþróttum
-> Aðeins 8 cm frá Ólympíuleikum
Það væri lengi hægt að telja upp hennar afrek í frjálsum íþróttum í gegnum árin. Hún hefur orðið vel yfir fjörtíu sinnum Íslandsmeistari í fullorðinsflokki á árunum 2007-2020 og margfaldur bikarmeistari í fjölda greina.
Hafdís hefur keppt fyrir landsliðið í 100m, 200m, 400m, langstökki, þrístökki, 4x100m og 4x400m boðhlaupum. Hennar aðal grein er þó langstökk þar sem hún á Íslandsmet bæði innan- og utanhúss (6,54m og 6,62m).
Hafdís er sannarlega frábær fyrirmynd ekki bara í sinni grein heldur í íþróttum almennt!