Fyrsti atvinnumaður okkar Íslendinga í brettaíþróttum, Eiki Helgason, er gestur Skúla Braga að þessu sinni.
Það voru fáir sem höfðu trú á því markmiði Eika að hafa atvinnu af brettaíþróttum þar sem engin fordæmi voru fyrir slíku, hann lét það þó ekki stoppa sig í að uppfylla drauminn og þar með ryðja brautina fyrir aðra. Eiki hefur nú opnað Braggaparkið sem býður uppá aðstöðu fyrir unga sem aldna til þess að stunda bretta- og hjólaíþróttir innandyra á Akureyri.