Taktíkin

Taktíkin

Ana Markovic og Kristjana Huld Kristinsdóttir fitnesskeppendur eru gestir þáttarinns að þessu sinni. „Ég var í mjög slæmu ástandi. Síðan byrjaði ég að lyfta lóðum. Mér var sagt að ég yrði komin í hjólastól fyrir 35 ára aldur og að ég myndi deyja áður en ég næði 45 ára aldri. “ Ana Markovic stóð uppi sem sigurvegari í módelfitness bæði í hæðarflokki +168 cm og flokki 35 ára og eldri á Bikarmóti IFBB sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Ana leitaði í íþróttir til þess að hjálpa sér gegnum mikil og erfið veikindi. Hennar persónulegi sigur að standa á fitensssviðinu er því stærsti sigurinn af öllum! „Ég fór nokkuð nýlega í eftirlit til læknisins míns. Þar kom allt eðlilega út og ég tek engin lyf í dag. Það er mikill sigur. Ég er 35 ára í dag og ætti því að vera komin í hjólastól.“ „Að hafa trú á sjálfum sér og vita að maður sé að gera flotta hluti. Maður á aldrei að brjóta sig niður heldur vinna frekar í hlutunum sem að þarf að laga. Það er enginn fullkominn.“ Kristjana Huld Kristinsdóttir var heildarsigurvegari í módelfitness á 25 ára afmælis Bikarmóti IFBB á Íslandi, eftir að hafa sigraði sinn hæðarflokk -168. Hún fór þá einnig út fyrir hönd Íslands og keppti á Demantamótinu í Prag í þessum mánuði. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gaman að fá þetta extra og prófa að fara aðeins út fyrir þægindaramman.“

#62 Ana Markovic og Kristjana Huld - FitnessHlustað

28. nóv 2019