Förum yfir heimsmeistaramót kvenna í íshokkí sem haldið var í Skautahöllinni á Akureyri. Sarah Smiley fyrirliði íslenska landsliðsins í íshokkí og Ólöf Björk Sigurðardóttir formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar eru gestir þáttarinns.
„Þjálfarinn tók pressuna af okkur og sagði það ekki skipta öllu hvort við myndum vinna alla leiki á þessu móti svo lengi sem við myndum bæta okkar eigin frammistöðu. Það er það sem við gerðum þannig að það eru allir stoltir og ánægðir með árangurinn. Auðvitað stefnum við samt upp um deild,“ sagði Sarah Smiley.
#69 Sarah Smiley og Ólöf Björk - Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí