Ákveðin spenna getur myndast milli foreldra og þjálfara þegar að það skortir innsýn og skilningi á starfi þjálfarans.
Oft eru þetta sömu hlutirnir: Skipting í lið/hópa eftir getu, stuðningur af hliðarlínu, óraunhæf pressa og væntingar, mörkin milli afreksstarfs og félagsstarfs, mæting á réttum tíma, samskiptaflæði og fleira.
Atli Fannar Írisarson knattspyrnuþjálfari var gestur Skúla B. Geirdal í síðasta þætti. Þar sem markmiðið var að veita innsýn í starf knattspyrnuþjálfarans, en sannarlega er margt líkt með störfum þjálfara í öðrum greinum. Hér er á ferðinni þáttur sem á erindi við alla foreldra barna og unglinga í íþróttum.