Taktíkin

Taktíkin

„Fyrsta sem við lærum í júdó er að detta, sem er bara eins og í lífinu.“ Gunnar Örn Arnórsson yfirþjálfari júdódeildar KA er gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Íþróttir eru meira en kappleikir og úrslit. Hreyfing, þjálfun og heilbrigður lífsstíll skipta miklu máli fyrir lífsgæði okkar allra. Áherslan í þessum þætti verður því ekki á tæknileg atriði í júdó heldur þá þætti í þjálfun sem geta gagnast okkur þvert á þær íþróttir sem við stundum. Við getum nefnilega öll lært eitthvað með því að hlusta á hvort annað. „Agi er ekki tilfinningaleysi. Aginn er til staðar til þess að hjálpa okkur að takast á við tilfinningar.“ Í júdó er mikil áhersla lögð á þjálfun andlegra þátta. Glíman við andstæðingin byrjar með því að líta innávið. Til þess að sigra þarf líka að kunna að tapa og það á ekki bara við inná leikvangi íþrótta. Á hverjum degi dynja á okkur áreiti úr öllum áttum sem við þurfum að takast á við og þá getur verið gott að leita í þau tæki og tól sem kennd eru í íþróttum.

#93 Gunnar Örn Arnórsson - Andlega hliðin í bardagaíþróttumHlustað

10. nóv 2020