Taktíkin

Taktíkin

Landið sjálft er minn íþróttavöllur Bretti, hjól, skíði og sleðar það skiptir ekki máli hvað það heitir ef það er hægt að nota það til íþróttaiðkunar utandyra þá eru allar líkur á því að Jónas Stefánsson „Jonni“ hafi prófa það. Fyrir honum eru íþróttir lífsstíll og landið sjálft og náttúran íþróttavöllurinn. „Það er mikil ævintýramennska í fjölskyldunni, þannig að maður er með þetta alveg í blóðinu að ferðast og vera úti í náttúrinni,“ segir Jonni. Magnað hvað landið hefur uppá mikið að bjóða „Ég elska að sýna fólki hvað landið hefur uppá að bjóða. Sem krakki þá leið ekki sú helgi sem fjölskyldan fór ekki út úr bænum og ef það var frí þá fórum við í ferðalög. Íþróttabúnaður var þá oft tekið með. Í dag er þessi ferðamennska og ferðaþrá mjög sterk í mér og ég tvinna það saman við íþróttaiðkun. Þótt ég eyði miklum tíma úti í náttúrunni er ég enn þann dag í dag að uppgötva nýja staði. Það er magnað hvað þetta land hefur uppá mikið að bjóða,“ segir Jonni sem er duglegur að sýna frá sínum ferðalögum á samfélagsmiðlum. Fólk á óteljandi margt inni Í ljósi stöðu mála í heiminum vegna Covid-19 munu margir landsmenn horfa til ferðalaga innanlands í sumar og einhverjir nú þegar farnir að skipuleggja hvert skal haldið. „Við fjölskyldan höfum alltaf nýtt sumrin vel til ferðalaga, rétt eins og aðrar árshluta. Ég hef verið að fá miklar og stórar spurninga frá fólki hvað það eigi að gera og hvert það eigi að ferðast. Ég hef alveg lent í því að búa til heilu ritgerðirnar fyrir fólk þar sem ég hef listað upp staði sem vert er að kíkja á. Ég er sjálfur alltaf að uppgötva eitthvað nýtt þannig að fólk sem hefur ekki ferðast mikið um landið á alveg óteljandi margt inni. Það þarf oft ekkert endilega að fara langt eftir því, það er margt í kringum mann þegar að maður fer að skoða það betur.“ Fjölskyldan saman á ferðalagi „Við eignuðumst strák, Benóný Þór, árið 2016 og hann er því ný orðinn fjögurra ára. Ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar að ég segi að stopparinn hafi ekkert breyst við það. Ég hef alltaf verið ferkar passívur og ekki týpan sem að fer fram úr mér í þessu sportum. Ég held þó að flest tengi við að horfa öðruvísi á lífð þegar að barn er komið inn í myndina,“ segir Jonni sem hefur ásamt konu sinni verið duglegur að innvinkla drenginn öll ferðalögin og íþróttirnar sem þeim fylgja. „Í uppeldinu mínu var ég alltaf tekinn með og fékk að upplifa allt með foreldum mínum. Auðvitað þarf oft að fara aðeins öðruvísi að hlutunum en hann er tekin með í nánast öll sport sem að við stundum. Mér finnst ekkert meira viðri en að geta sýnt honum allt sem að við foreldrar hans elskum að gera. Ég er sjálfur mjög þakklátur mínum foreldrum fyrir að hafa alltaf tekið mig og leyft mér að upplifa öll ævintýrin með þeim.“

#75 Jónas Stefánsson „Jonni“ - Útivist og íþróttirHlustað

07. maí 2020