Akureyrardæturnar Hafdís Sigurðardóttir og Freydís Heba Konráðsdóttir mæta í settið til Skúla B. Geirdal. Þær keppa báðar í hjólreiðum og eru kennarar á hjólanámskeiðum og þekkja því vel þá gífurlegu uppsveiflu sem hefur orðið í hjólreiðum á Íslandi síðustu ár. Hvað þarf til þess að að keppa og ná langt í hjólreiðum? Hvaða reglur gilda um hjólreiðar á vegum og gangstéttum? Hvernig er þjálfun í hjólreiðum háttað? Hafíds og Freyja gefa hér innsýn í líf keppnishjólreiða á Íslandi og koma með ýmis góð ráð fyrir þá sem hafa hug á að hjóla af krafti inn í sumarið!