Tengivagninn

Tengivagninn

Ferðalög bæði innanlands og utan eru efst á baugi í þætti dagsins. Halla Harðardóttir segir frá mótmælum heimamanna í strandbæjum víða um Evrópu gegn ferðamannaiðnaðinum, og við veltum fyrir okkur einum vinsælasta bíl landsins um þessar mundir, Dusternum. Við fáum svo sendingu frá Feneyjum en Auður Mist Eydal Halldórsdóttir hefur dvalið þar undanfarið, og í seinni hluta þáttar förum við í litla heimsreisu - tökum púlsinn á nokkrum íslenskum ferðalöngum og ræðum við þau um menningarfyrirbæri sem orðið hafa á vegi þeirra í sumar. Lagalisti: Spilverk þjóðanna - Húsin mjakast upp Tucker Carlson's Jonestown Massacre - Dusterlagið asdfhg - Malbik Brunaliðið - Sandalar

Dacia Duster, stríðið um strendurnar, Feneyjar, heimsreisa TengivagnsinsHlustað

20. ágú 2024