Tengivagninn

Tengivagninn

Bein útsending í byrjun Djasshátíðar Reykjavíkur 2024. Umsjón: Pétur Grétarsson Útvarpsdjasshljómsveitin: Hilmar Jensson - gítar Ingibjörg Elsa Turchi - bassi Kristófer Rodriguez Svönuson - slagverk Haukur Gröndal - klarinett Kristjana Stefánsdóttir - söngur Hljóðritun: Gísli Kjaran Kristjánsson Í þættinum er rætt við meðlimi hljómsveitarinnar um djasstónlistina og þeirra eigin tónlist. Tónlistin sem flutt er beint í útsendingunni: Things ain't what they used to be - Duke Ellington Are you here? - Kristófer Rodriguez Svönuson Mahjong - Wayne Shorter Tómas Ævar Ólafsson ræðir við Erlu Hlín Guðmundsdóttur sem kemur fram á MÍT Showcase tónleikunum á hátíðinni ásamt kvartetti sínum - einnig kemur þar fram tríó gítarleikarans Alexanders Grybos. Lagið í lok viðtalsins nefnist Thunderclouds og er af nýlegri plötu frönsk amerísku söngkonunnar Cécile McLorin Salvant sem nefnist Ghost Song. Júlí - Ingibjörg Turchi Hrafnhildur Bragadóttir, Ragnheiður Gröndal og Stína Ágústsdóttir rifja upp minningar frá djasshátíðum fyrri ára í innslagi Kristjáns Guðjónssonar. Innslagið endar á Ettu Cameron og Stórsveit Reykjavíkur í Súlnasöl Hótel Sögu á Djasshátíðinni 1999 Things ain't what they used to be - Duke Ellington Rætt við Pétur Oddberg Heimisson um djasshátíð ársins. Misty - Errol Garner Rætt við Kristjónu Stefánsdóttur um Söru Vaughan Day Dream - Billy Strayhorn Melkorka Ólafsdóttir ræðir við Stefán S Stefánsson um stórsveitartónlist hans Íslendingur í Uluwata hofi. Sassy's Blues - Sarah Vaughan/Quincy Jones Einnig hljóma af hljómplötu nokkrir tónar úr Ups and downs - Shuteen Erdenbaatar - Rising Sun 2023

Djasshátíð Reykjavíkur 2024 - Bein útsending úr hljóðveri 12 í EfstaleitiHlustað

27. ágú 2024