Tengivagninn

Tengivagninn

Natka Klimowicz og Julie Sjöfn Gasiglia segja frá sýningunni Erfið-leikar sem þær, auk Polu Sutryk og Patty Spyrakos, opna í Gallerý Port við Hallgerðargötu á laugardaginn kemur. Í verkum sínum kanna listakonurnar fjórar stöðu sína sem innflytjendur á Íslandi, og samband sitt við íslenskuna. Þórður Ingi Jónsson segir frá samsýningu sem opnar í Gallerý Á Milli í kvöld, þar sem fjöldi listamanna sýnir verk sín, en öll eiga þau það sameiginlegt að vera undir áhrifum frá Alfreði Flóka. Hrefna Björg Gylfadóttir hefur verið að velta fyrir sér hvort við leggjum of mikla áherslu á að ferðast og fljúga.

Erfið-leikar, undir áhrifum Alfreðs Flóka, ferðalögHlustað

08. ágú 2024