Í þætti dagsins ætlum við að kveðja sumarið, leggjast í umfangsmikla en kaotíska draumarannsókn og svo förum við á hundavaði yfir nokkur tónlistarstef sem koma fyrir í efniskránni á tónleikunum Klassíkin okkar, sjónvarpstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og RÚV sem fara fram á föstudagskvöld kl. 8 í beinni útsendingu á RÚV. Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri á tónleikunum kemur í heimsókn, sest við lítt stilltan flygil hér í Efstaleiti og spjallar við okkur um nokkur tónlistaratriðin á tónleikunum.