5. þáttur. Ýmis þekkt dómsmál.Farið er yfir ýmis þekkt dómsmál, þar sem Jón Steinar hefur verið málflytjandi. T.d. mál vegna brottvikningar forseta Hæstaréttar úr embætti og frelsi til tjáningar um þann dóm. Í því samhengi er vikið að kærleiksævintýri Jóns við Sigurð Líndal lagaprófessor sem hafði verið einn af stofnendum Málfrelsissjóðs nokkrum árum áður. Þá er rætt um sérkennilega atburði í tengslum við breytingar á lagareglum um bætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Vikið er að svonefndu prófessorsmáli og eftirmálum þess og loks að máli þar sem Hæstiréttur braut gegn málsmeðferðarreglum í því skyni að sýkna íslenska ríkið af bótakröfum barns vegna mistaka við fæðingu þess. Loks er talað um sönnunarfærslu í erfiðum sakamálum, svo sem málum vegna kynferðisbrota.